Student Essay on Týnda Barnið

Týnda Barnið by Stephen King

(c)2022 BookRags, Inc. All rights reserved.

Essay

Inngangur

Bókin sem ég ætla að skrifa um heitir Stúlkan Sem Elskaði Tom Gordon eftir Stephen King, en Björn Jónasson þýddi hana. Hún kom út árið 1999 og 207 blaðsíður. Bækurnar sem hann hefur skrifað eru um 30 t.d: Firestarter, Dreamcatcher, From a Buick 8 ..............

Stephen Edwin King fæddist árið 1947 í Portland, Maine. Hann býr ennþá í Maine með konu sinni Tabithu King.

Söguþráður

Sagan er um Trissu McFarland sem býr með mömmu sinni og bróður í suðurhluta Maine.

Foreldrar hennar skildu árið áður en bókin gerist og móðirin fékk forræðið. Móðirin fór með krakkana í ökuferðir flestar helgar þegar þau systkinin voru ekki hjá föður sínum. Í þetta skipti fóru þau til bæjar í vesturhluta ríkisins. Mamman ákvað svo að labba 10km gönguleið í skógi þar. Þau voru byrjuð að labba að stað þegar mamma hennar og Pési, bróðir hennar byrjuðu að rífast - einsog þau gerðu alltaf. Svo þegar Trissa þurfti að pissa sagði hún þeim það en þau hlustuðu ekki á hana. Hún fór útaf stígnum og þegar hún var búin fattaði hún að hún var orðin villt. Hún hafði farið of langt útaf stígnum og sá ekki í hann.

Viðfangsefni

Höfundur er hérna að fjalla um stelpu sem týnist í skógi og verður svo elt af guði hinna týndu. Mér finnst allt mjög líklegt í þessari sögu nema guð hinna týndu sem eltir hana - ef að hann væri t.d eitthvað villidýr, þá fyndist mér þessi saga mun raunverulegri, en annars er þetta nú samt mjög raunhæf og góð saga. Mikið er um fjölskyldurifrildi hjá mömmu Trissu og Pésa og hefðu þau ekki verið alltaf að rífast hefði hún örugglega ekki týnst. Sagan gæti haft þann boðskap að trúa á sjálfan sig, gefast ekki upp og þora að mæta því sem á dynur. Það sem er gert til að gera hana spennandi er náttúrulega veran sem eltir Trissu, og verður úr þessu frábær saga.